top of page

Starfsfólk

thumbnail_Hjálmtýr Alfreðssonlitur,  -2109-Edit.jpeg

Hjálmtýr Alfreðsson​

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs

 

Hjálmtýr er klínískur sálfræðingur sem hefur unnið við greiningar og meðferð á sálrænum vanda fullorðinna og ungmenna. Hann útskrifaðist með B.S. gráðu frá Háskólanum í Reykjavík 2019 og með meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2021.

Samhliða vinnu hefur hann þjálfað yngri flokka í handknattleik og spilað handknattleik á afreksstigi í yfir áratug.

Samskiptaráðgjafi starfar samkvæmt samningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Domus Mentis - Geðheilsustöðvar.

Netfang: samskiptaradgjafi@samskiptaradgjafi.is

​Sími: 839-9100

Kristín Skjaldardóttir.jpg

Kristín Skjaldardóttir

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs

Kristín er félagsráðgjafi sem hefur unnið síðustu ár í barnavernd. Hennar helstu störf þar voru málefni unglinga með fjölþættan vanda sem og vinna með börnum og unglingum og fjölskyldum þeirra þegar um ofbeldisbrot er að ræða, þá sérstaklega kynferðisofbeldi. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2017.

Kristín hefur einnig lokið námskeiði í sáttamiðlun frá Restorative Engagement Forum í Bretlandi sem viðurkennt er af Sátt, félagi um sáttamiðlun á Íslandi.

 

Samskiptaráðgjafi starfar samkvæmt samningi Mennta- og barnamálaráðuneytis og Domus Mentis - Geðheilsustöðvar.

 

Netfang: samskiptaradgjafi@samskiptaradgjafi.is

Sími: 783-9100

%C3%9E%C3%B3ra_edited.jpg

Þóra Sigfríður Einarsdóttir

Framkvæmdarstjóri Domus Mentis og verkefnastjóri samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs

Þóra Sigfríður er klínískur sálfræðingur sem hefur auk sálfræðistarfa verði formaður Fagráðs HÍ um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og situr í fagráði Ríkislögreglustjóra.

Samskiptaráðgjafi starfar samkvæmt samningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Domus Mentis - Geðheilsustöðvar.

Netfang: samskiptaradgjafi@samskiptaradgjafi.is

bottom of page